Merkjateigur 4, Mosfellsbær

Verð: 56.900.000


Tegund:
Hæð
Stærð:
220.30 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
6
Byggingarár:
1974
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
50.350.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
55.750.000
Stofur:
2
Bílskúr:
Nei

Miðborg og Elín Viðarsdóttir lgfs, elin@midborg.is, gsm. 6958905, kynna í einkasölu, Merkjateig 4 í Mosfellsbæ, einstaklega rúmgóða hæð með stórum bílskúr og lokuðum garði.
Um er að ræða snyrtilegt 220,3 fm tvíbýlishús ásamt bílskúr, í lokaðri götu (botnlanga), í jaðarhverfi Mosfellsbæjar.
 
-Hæð og garðskáli skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 182,1 fm auk bílskúrs 38,2 fm samtals 220,3 fm
- Gott skipulag
- Endunýjað þak 2007
- Endurnýjað baðherbergi, hæðarinnar
- Þvottahús af eldhúsi
- 2 baðherbergi (gestasnyrting + baðherbergi)
- 4 svefnherbergi
- 2 stofur
- Garðskáli (38,5 fm)
- Bílskúr (38,2 fm) auk óskráðs rýmis (amk 20 fm)

- Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega
 
Eignin skiptist í:
Hæð: Forstofu, forstofuherbergi, hol, gestasnyrtingu, stofa, eldhús, þvottahús, borðstofa, svefnherbergisgang, 3 svefnherbergi, baðherbergi, garðskáli og bílskúr.
 
Gengið er upp á 2.hæð hússins. Búið er á einni hæð sem er jarðhæð garðmegin (gengið beint út í garðinn).
Nánari lýsing
Hæð;
Forstofa: Flísalögð með skápum á vegg. Rúmgóð.
Forstofuherbergi: Parketlagt, bjart,með 2 gluggum.
Hol: Af forstofu, flísalagt. Af þvi er gestasnyrtingin, svefnherbergisgangur, eldhús og stofa.
Gestasnyrting: Af holi, flísalögð með salerni og vaski.
Stofa: Rúmgóð parketlögð stofa með síðum gluggum er vísa inn í garðskálann. Arin er í stofu.
Eldhús: Af holi, einnig með opnun inní borðstofu. Bjart með 2 gluggum og viðar eldhúsinnrétting á 3 veggjum, borðkrókur. Parketlagt.
Þvottahús: Af eldhúsi innanhúss en einnig er hægt að ganga beint inn utanhúss, af tröppum. Flísalagt með hillum, gluggi.
Borðstofa: Af eldhúsi og stofu. Parketlögð með góðum glugga og fallegu útsýni.
Svefnherbergisgangur: Parketlagður. Af honum eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, skáparými og útgengi út í garðskála.
3 svefnherbergi: Parketlögð.
Baðherbergi: Endurnýjað. Flísalagt á gólfi og veggjum. Hvít vaskinnrétting, Baðkar og sturta. Gluggi er á baði.

Garðskáli: 38,5 fm, Pallaefni á gólfi og með heitum potti, útgengi er út í stóran lokaðan garð. Fallegur vínviður prýðir Garðskálann. Hellulögn fyrir framan.
Bílskúr: Skráður 38,2 en af rýminu er amk 20 fm óskráð rými. Bílskúrinn er  snyrtilegur með rafmagni, upphitaður og  köldu vatni. 3 góðir gluggar eru á hlið skúrsins. Upphitað bílaplan fyrir framan bílskúr.

Garðurinn er óvenju stór og lokaður (afgirtur)

Samantekt: Í heildina er um að ræða vel skipulagt fjölskylduhús í botnlanga með stórum bílskúr og frábærri útiaðstöðu. Eign sem býður upp á mikla möguleika.
Góð staðsetning; leikskólar auk grunnskóla eru í næsta nágrenni. Stutt í alla þjónustu þar á meðal íþróttamiðstöð og matvöruverslanir.

Allar nánari upplýsingar veitir Elín Viðarsdóttir lgfs, elin@midborg.is, gsm. 695-89805
 
Skv. seljanda hafa eftirtaldar framkvæmdir átt sér stað undanfarin ár.
2006: Pallur kláraður í Sólskála, pottur kláraður. Grindverk klárað að öllum hliðum nema leikvelli og milli húsa 2 og 4
Klárað að hreinsa garð og gera klárann
2007: Skipt um þak. Þakkanntur málaður
2008: Skipt út hellulögn í garði. Gluggar málaðir
2009: Handrið á tröppur. Veggur milli húsa 4 og 2 steyptur og sett grindverk
2013: Þakkanntur málaður og lagfærður
2015: Skipt um þakplast og tréverk lagað í sólskála
2016: Grindverk við leikvöll klárað
2017: Húsið, þakkanntur og gluggar málaðir
 
Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík – Sími 533-4800 – midborg@midborg.is - www.midborg.is - VSK nr. 102377