Ennisbraut 1, 540 Blönduós
76.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
542 m2
76.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
118.550.000
Fasteignamat
45.600.000

Fasteignasalan Miðborg kynnir eignina Ennisbraut 1, 540 Blönduósi.  Um er að ræða steinsteypt iðnaðarhúsnæði á einni hæð, alls 542,7 fm. á stórri lóð.  Húsið er byggt í tveimur hlutum, annars vegar 241,6 fm. byggðir árið 1983 og svo 301,1 fm. sem byggt var 1985.  Heildarrúmmetratala hússins er 1.963 m3, eða að meðaltali 3,6 pr. fm.  Lóðin er u.þ.b. 2.800 fm., malarborin hornlóð á mótum Ennisbrautar og Hafnarbrautar - með mikla möguleika.  Mögulegt er að skipta eigninni upp í 2-3 aðskildar einingar, eða nýta hana í einu lagi.  Tvær stórar innkeyrsludyr (ca. 3,5 x 4,0 metrar) eru á húsinu, en einnig þrjár gönguhurðir.  Góðir gluggar á suður-, vestur- og norðurhliðum hússins.

Nánari lýsing: 
 Í dag er rekin verslun í ca. 120-130 fm. hluta í suðurenda hússins.  Þar er salur með góðri lýsingu, skrifstofa, eldhúsaðstaða, snyrting, hitakompa, geymsla og herbergi.  Epoxy á gólfi í sal, en stoðrými ýmist dúklögð eða með plastparketi.  Léttur veggur í geymslusal/verkstæðishluta, sem í dag er nýttur til geymslu á hjólhýsum og ferðavögnum.  Gönguhurð er í þann hluta, en auðvelt að koma þar fyrir innaksturshurð, ef húsinu yrði skipt upp í fleiri einingar.  Opið er á milli í nýrri hluta hússins (301,1 fm.) , en þar er stór innaksturshurð og gönguhurð.  Pússuð gólf með niðurföllum og góð lýsing.

Eignin er kynnt með hitaveitu.  3ja fasa rafmagn er til staðar.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, eða tölvupóstur [email protected].

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.