Hamraborg 11, 200 Kópavogur
159.500.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
17 herb.
368 m2
159.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
15
Baðherbergi
4
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1966
Brunabótamat
142.932.000
Fasteignamat
103.450.000


Fasteignasalan Miðborg kynnir -  starfsmannabústaður, fjárfestingartækifæri - leigutekjur - framtíðarmöguleikar. 

Til sölu tveir eignarhlutar, samtals 368,6 fm. á 2. og 3. hæð í lyftuhúsi að Hamraborg 11 í Kópavogi, með útsýni yfir Fossvog og Fossvogsdalinn.  Alls er um að ræða 368,6 fm. eignarhluta 206-1443 sem er 191,3 fm. á 2. hæð og 206-1445 sem er 177,3 fm. á 3. hæð.  Hlutarnir hafa báðir verið innréttaðir sem sínhvor einingin sem starfrækja má sem gistiheimili/hostel/starfsmannaíbúðir fyrir allt að 22 í fimmtán gistiherbergjum.

Á 2. hæð er 191,3 fm. með 8 herbergi en á 3. hæð er 177,3 fm. með 7 herbergi.  Handlaug er í hverju herbergi.  Auk þess eru geymslur, snyrtingar og sturtuaðstaða sem hæfir þessum fjölda herbergja.  Þá eru baðherbergi og þvottahús. allt með vélrænni loftræsingu.  Einnig setustofur, eldhús og sameiginleg húsrými fyrir gesti/íbúa.  Svalir eru til norðurs á báðum eignarhlutunum.

Húsnæðið var allt endurinnréttað árið 2014/2015.  Starfsleyfi til gistiheimilisreksturs fékkst árið 2015 en var skilað inn árið 2018.  Í dag er rekin í húsnæðinu herbergjaleiga og eru öll 15 herbergin í útleigu. 

Raflagnir eru að mestu nýlegar,  rafmagnstöflur, rofar og tenglar.  Í stigahúsinu er góð lyfta. Húsið allt var tekið í gegn að utan fyrir 10 árum, sprunguviðgert og málað, bæði steinn og tréverk, en fyrir dyrum stendur að fara á ný í utanhússviðhald - sjá nánar í gögnum frá húsfélagi.

Að sögn seljanda eru leigutekjur á mánuði nú kr. 1.720.000,-
 
Mikil þróun og framtíðarvæntingar á svæðinu m.t.t. skipulags.  Eignin er staðsett afar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og liggur mjög vel við umferðaræðum.

Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. [email protected] eða síma 894-7070.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.