Glæsilegt nýtt 2ja hæða einbýlishús, byggt í gamla stílnum á einstökum útsýnisstað í Stykkishólmi. Húsið sem er 142,7 fermetrar og byggt úr forsteyptum einingum, stendur á 633 fm. lóð, skiptist í 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, opið rými, og þvottahús. Eignin afhendist fullbúin að utan og fokheld með viðbótum hið innra. Gólfhitalagnir eru á jarðhæð í öllum herbergjum. Ofnalagnir eru rör í rör á efri hæð, steyptar í gólfplötu. Byggingaleyfisgjöld, gatnagerðargjöld ásamt tengigjöldum heitt-kalt vatn, fráveita og rafmagn hefur seljandi greitt. Önnur opinber gjöld greiðir kaupandi eins og skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það verður lagt á.
Nánari lýsing: Grafið er niður á fastan jarðveg fyrir húsi og fyllt er með möl,
lóð afhendist að öðru leyti grófjöfnuð.Sökklar eru einangraðir að utan með 100mm sökkuleinangrun (plast) og utan á hana kemur klæðning að hluta niður með einangrun. Undir gólfplötu er einangrað með 100mm gólfplasti, gólfplata er glöttuð.
Útveggir eru forsteypta einingar. Útveggir eru einangraðir með 125mm steinull, burðarkerfi undir klæðningu er álkerfi, klæðning er báruál 0,7mm litur RAL 9010 á þakkanti og flasningum er litur RAL 3821 (kaupandi getur haft aðkomu að litavali) .
Þak er tvíhalla með 35° halla, 3 stk. 40mm loftunarrör eru í hverju sperrubili, sperrur eru 10“ klæddar með 21mm þakplötum. Á þakplöturnar er bræddur þakpappi, 2 lög. þakrennur eru úr áli og festar utaná þakkant. Klætt er undir þakkant með bandsögðuðu efni.
Gluggar og hurðir eru ál-tré litur að innan og utan ral 9010.
Handrið á svölum úr timbri.
Fráveitulagnir umhverfis húsið og undir botnplötu eru tengdar við brunna að framanverðu milli húsa ásamt húsi og tengd fráveitukerfi Stykkishólmsbæjar.
Gólfhitalagnir eru á jarðhæð í öllum herbergjum. Gert er ráð fyrir fyrir handklæðaofnum á baðherbergjum, lagnir eru lagðar í steypta gólfplötu. Staðsetning gólfhitakistu á að vera í þvottahúsi. Ofnalagnir eru rör í rör á 2. hæð, steyptar í gólfplötu. Neysluvatnslagnir rör í rör koma frá staðsetningu tengigrindar að hverju tæki samkv. teikningu lagnahönnuðar. Gert er ráð fyrir að deilikista sé í þvottahúsi og á baðherbergi á 2. hæð. Ídráttarrör er fyrir heitan pott.
Raflagnarör og rafmagnsdósir eru komin í alla steypta veggi, rafmagnstafla innfelld í vegg komin upp og tengd við veitu. Lekaliði og vör fyrir vinnulýsingu. Öll rör koma niður úr rafmagnstöflu og smáspennu eru tengd. Röralögn er í alla útveggi að utan fyrir útiljósum og útitenglum ásamt lögn fyrir tengimöguleika á rafbíl. 3 stk ídráttarrör er lögð að garðlýsingu og heitum potti að ofanverðu við húsið og 2 stk ídráttarör framan við hús fyrir mögulega garðlýsingu.
Einstök staðsetning í gamla bænum í Stykkishólmi. Húsið er byggt í þeim stíl sem einkennir nærliggjandi hús og fellur því einstaklega vel inn í götumyndina.Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lfs.,
[email protected] eða í síma 894-7070