Fasteignasalan Miðborg kynnir góða 99 fm. 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fallegu lyftuhúsi, ásamt sérgeysmlu í kjallara og sameiginlegri reiðhjóla- og barnavagnageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi, sérþvottahús og tvö svefnherbergi. Góð sameign og fallegt útsýni.Nánari lýsing: Komið er á parketlagða
forstofu/hol, með fataskápum.
Svefnherbergin eru tvö, parketlögð og með skápum.
Eldhúsið er með viðarinnréttingu með gleri í hluta eftri skápa, aðstöðu fyrir uppþvottavél og borðkrók sem er opinn við stofuna. Góður gluggi við borðkrókinn.
Stofan er björt og rúmgóð, parketlögð og með útgangi á stórar suður/vestur svalir. Gluggar á tvær hliðar í stofu.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og í kringum baðkar. Innrétting og sturtuhengi á baði. Við hlið baðherbergis er
sérþvottahús, með flísum á gólfi og hillum. Íbúðin er vel um gengin og hefur verið í eigu sama aðila frá upphafi.
Í kjallara er sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Annað: Fallegt hús, steinað að utan sem stendur á stórri 3.800 fm. lóð og er því afar rúmt í kringum það. Góð sameiginleg bílastæði á lóð.
Gott útsýni. Laus strax.
Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, tölvupóstur
[email protected].